Pennyfeather is here!
laugardagur, febrúar 28, 2004
 
TIPPTILRAUN

Ég hef ákveðið að gera tipptilraun. Tilraunin felst í því að sjá hvort ég geti orðið ríkur á tippi. Aðferðin er sú að tippa bara á nokkuð „örugga“ leiki á Lengjunni og ef ágóði verður leggja helming hans á villtan leik en hinn helminginn ásamt höfuðsstólnum á öryggið. Ég ætla að ímynda mér að maður nenni að hafa fyrir því að byrja með 100.000 kr (þ.e. kaupa slatta af eins miðum).

Leikir vikunnar:

50
Real Madrid - Celta Vigo

1 = 1.25
X = 3.65
2 = 5.70
 
Hér vel ég 1.

39
Inter - Brescia

1 = 1.30
X= 3.50
2 = 5.15

Hér vel ég 1.

45
Espanol - Valencia
1 = 3.25
X= 2.85
2 = 1.70

Hér vel ég 2.

Stuðlarnir eru þá: 1,25 sinnum 1,30 sinnum 1,70 = 2,7625.

Mögulegur vinningur: 276.250 - 100.000 = 176.250.

Og þá er að sjá hvort tipp á fyrir mér að liggja.
- skráð af Penny kl. 16:58 :

 
VIÐSKIPTARÁÐHERRA HEIMSÆKIR MAT 2004

Valgerður Sverrisdóttir heimsótti sýninguna Matur 2004 síðdegis í dag. Lét hún vel af veisluföngum þeim sem boðið var upp á og lofaði sérstaklega fiskrétti frá Grenivík sem væntanlegir eru á markað á næstu dögum.


Ráðherrann heilsar upp á unga dömu.
- skráð af Penny kl. 03:19 :

fimmtudagur, febrúar 26, 2004
 
FIMM RÁÐHERRAR+

RÚSSNESK RÚLLETTA=

Laus á vanda Framsóknarflokksins.


- skráð af Penny kl. 21:42 :

 
LÉTUST VIÐ KVIKMYNDAGERÐ

Í framhaldi af þessu.Tuttugu og fimm aukaleikarar létust vit tökur á nýjustu mynd Kevin Costners, Úlfurinn sem ber út póstinn. Handrit myndarinnar þykir með eindæmum lélegt og þegar gerviþokunni létti yfir "settinu" kom í ljós að tuttugu og fimm manns höfðu dáið. Talið er að leiðindi sé dánarmeinið.
- skráð af Penny kl. 15:17 :

miðvikudagur, febrúar 25, 2004
 
A QUEER EYE FOR THE STRAIGHT GUY

Ný útgáfa af ameríska skemmtiþættinum A QUEER EYE FOR THE STRAIGHT GUY hefur litið dagsins ljós. Í þessum þætti tekur sérþjálfað gengi af lesbíum einn kynvísan karl í gegn og breytir honum úr durti í smekklegan gaur.

Í fyrsta þættinum var það Jósavin Karlsson, 45 ára kennari, sem fékk yfirhalningu hjá dömunum.


Jósavin með dömunum að loknu góðu verki
- skráð af Penny kl. 12:34 :

 
INNRI MAÐUR DABBA

Einhver sendi mér tölvupóst og bað um að sjá hvað ég meinti með því að sama aðferð og dregur fram Margrétu Sverrisdóttur í Birgittu Haukdal drægi fram innra mann Davíðs Oddsonar. Það er best útskýrt svona:


- skráð af Penny kl. 11:51 :

þriðjudagur, febrúar 24, 2004
 
EXTREME MAKEOVER

Breyttu Birgittu Haukdal í Margrétu Sverrisdóttur.


1. Notaðu Photoshop.
2. Veldu augu og munn Birgittu.
3. Veldu Distort og Pinch.

Voilá!


- skráð af Penny kl. 19:50 :

 
SNILLINGAR

Ég hef hugsað mér að benda af og til á fólk sem ég tel snillinga á sínu sviði. Um er að ræða fólk sem á einhvern hátt ber höfuð og herðar yfir samferðarmennina.

Snillingur dagsins í dag er...

ASTRID LINDGRENAstrid Lindgren ber höfuð og herðar yfir aðra barnabókahöfunda. Hún byrjaði að skrifa þegar hún var rúmföst um stuttan tíma og á rithöfundarferli sínum skapaði hún ódauðleg meistaraverk. Sérstaða hennar felst í því að skapa áhugaverðar persónur sem ekki eru dauðhreinsuð englabörn og dauðyfli. Lotta er ofvirk og hræðilega óþæg lítil stelpa sem kallar mömmu sína bjána og heimskingja og strýkur að heiman. Samt þykir öllum vænt um hana. Kalli á þakinu er hræðilega dónalegur, en samt frábær. Emil og Lína eru kapítular útaf fyrir sig. Þá er ótalið Ronja, bræðurnir Ljónshjarta og margt fleira. Astrid setti mannleg andlit á persónur sínar með svo eftirminnilegum hætti að enginn stendur henni á sporði.

- skráð af Penny kl. 18:33 :

 
KVIKMYNDARÝNI

Gothika
**
+ Vel heppnuð BÚ! mynd.
+ Handrit á köflum gott.
+ Vondi kallinn skemmtilega svívirðilegur.

- Plottið nokkuð augljóst snemma.
- Halle Berry sérlega ósannfærandi sem sprenglærður sálfræðingur.
- Draugagangurinn óskynsamlegur og lausnin líka.

Big Fish
***
+ Byrjar vel, fersk og hressandi.
+ Vel leikin
+ Handrit framan af gott.

- Endirinn metnaðarlaus og kraftlítill.
- Er kannski góð á mælikvarða Hollívúdd mynda en allt sem prýðir þessa mynd er til staðar betra annars staðar.


Lost in Translation
****
+ Þétt, vel skrifuð og vel leikin mynd.
+ Pælingin á bak við myndina góð og vel haldið á spöðunum.
+ Góðar aðalpersónur og einkennilega aðlaðandi.

- E.t.v. full bókmenntaleg í uppbyggingu. Fer í taugarnar á þeim sem vilja ekki of mikið af táknum í myndum: Japan er samfélag USA á spítti. Dregur fram kjarnann í fólki. Has-been barflugur, froðukenndir listamenn og heilalaust nýstirni.
- skráð af Penny kl. 15:51 :

mánudagur, febrúar 23, 2004
 
SÖNN SAGA?

Fékk þessa sögu senda:

The scene took place on a BA flight between Johannesburg and London.

A white woman, about 50 years old, was seated next to a black man. Obviously disturbed by this, she called the air hostess. "Madam, what is the matter," the hostess asked. "You obviously do not see it then?" she responded. "You placed me next to a black man. I do not agree to sit next to someone from such a repugnant group. Give me an alternative seat."

"Be calm please," the hostess replied. "Almost all the places on this flight are taken. I will go to see if another place is available."

The hostess went away and then came back a few minutes later. "Madam, just as I thought, there is no other available seat in economy class. I spoke to the captain and he informed me that there is also no seat in business class. All the same, we still have one place in first class."

Before the woman could say anything, the hostess continued. "It is not usual for our company to permit someone from economy class to sit in first class. However, given the circumstances, the captain feels that it would be scandalous to make someone sit next to someone sooooo disgusting."

She turned to the black guy, and said, "Therefore, Sir, if you would like to, please collect your hand luggage, a seat awaits you in first class."

At that moment, the other passengers who were shocked by what they had just witnessed stood up and applauded.

This is a true story. If you are against racism, please send this message to all your friends; please do not delete it without sending it to at least one person.


Ég leyfi mér að efast um að kona á flugleiðinni Jóhannesarborg - London hafi orðið sérlega hissa við að sjá að sessunautur hennar var svartur. Virkar meira á mig eins og handrit að Hollywood mynd með viðeigandi endi.

En hvað veit ég?

- skráð af Penny kl. 17:07 :

 
HJÓNABÖND SAMKYNHNEIGÐRA

Þessar vikurnar er stuð í ameríku. Hommar og lesbíur flykkjast til Kaliforníu til að láta pússa sig saman í nafni Guðs og Jesúsar á meðan íhaldskórfar liggja vansvefta í bælum sínum af skömm yfir uppátækinu. Málið gengur svo langt að austurrískur innflytjandi (sem uppvís hefur orðið að því að brjóta boðorðin ítrekað) gengur fram fyrir skjöldu til að banna ósómann.

Mér er skítsama hvort hommar og lesbíur gifta sig í kirkjum. En ég get ekki að því gert að í hvert skipti sem ég sé samkynhneigða kyssast í kirkju að lokinni vígslu, þá finnst mér eins og ég sé að horfa á einhvern kyssa vöndinn.

Biblían fer ekki í grafgötur með skoðun Guðs á samkynhneigð. Honum finnst hún ógeðsleg og andstyggileg. Hreint út sagt viðbjóðsleg. Eina ritið sem mér dettur í hug sem er sambærilegt við Biblíuna að þessu leyti er Mein Kampf. Í Mein Kampf lýsir Adolf Hitler nokkurnveginn fölskvalaust skoðun sinni á gyðingum.

Þess vegna þætti nokkuð fráleitt að gefin væri út Kosher útgáfa af Mein Kapf, útgáfa sem gyðingar gætu sætt sig við. Enn sérkennilegra ef rökstuðningurinn væri sá að gyðingar ættu rétt á að lesa þessa bók án þess að fá fyrir brjóstið.

Líklegra er að gyðingar vilji ekkert með þessa bók hafa. Að þeir sniðgangi hana með öllu sem þá skömm sem hún sannarlega er.

Eins skil ég ekki þá áráttu samkynhneigðra að sveigja kirkjuna til að samþykkja sig. Samkynhneigðir eru að mínu mati að taka niður fyrir sig. Það væri í hæsta máta ósmekklegt að halda gyðingasamkomu eða fermingu í Nürnberg, eins finnst mér ósmekklegt að samkynhneigðir gagni í hjónaband í kirkju. Ekki ósmekklegt fyrir hönd kirkjunnar, heldur hinna samkynhneigðu.

Að mínu mati ættu samkynhneigðiur að hætta að púkka upp á kirkjuna. Þeir hafa ekkert á henni að græða. Jesús hefði aldrei orðið neitt hefði hann sætt sig við þann ramma sem dýrkun pabba hans hafði fengið. Ef samkynhneigðir trúa á guð, þá ættu þeir að stofna sína eigin kirkju utan um þá sannfæringu með fólki sem er víðsýnt, í stað þess að þröngva fætinum inn um gættina hjá hinum.

Mér finnst það bera vott um minnimáttarkennd af hálfu samkynhneigðra að vilja komast í partíið.

Þeir voru ekki boðnir.

Þeir ættu að halda sitt eigið partí.


- skráð af Penny kl. 16:45 :

 
HELVÍTIS BÓKAPRÓF

Þetta Hvaða bók ert þú? dæmi er óþolandi. Ég tók þátt og fékk að vita að ég væri þessi bók:Eða The Catcher in the Rye.

Ég rétt náði að rífa tölvuna úr sambandi við vegginn og vona að ég hafi ekki lent inni á einhverri skrá í Pentagon áður. Við það skemmdi ég snúruna og þurfti að kaupa nýja. Einhver skal fá að gjalda fyrir það!
- skráð af Penny kl. 15:59 :

 
EF ÉG VÆRI GUÐÞá veit ég hvað ég gerði við norska friðargæsluliða!
- skráð af Penny kl. 00:58 :

 
EINSTÆÐUR? EKKILL? MEÐ MIKLA FRAMTÍÐARDRAUMA?

Pennyfeather tekur að sér að hafa millgöngu um samband gullfallegra, erlendra kvenna sem hafa áhuga á að giftast þjóðhöfðingjum lítilla ríkja. Til greina koma einnig tilvonandi þjóðhöfðingjar, erfingjar og frambjóðendur (með þeim fyrirvara að mistakist þeim að verða þjóðhöfðingjar þá fer skilnaður fram).

Áhugasamir sendi póst í netfangið: presidentialbride@pennyfeather.com


- skráð af Penny kl. 00:41 :

 
SAMTÖK HERSTÖÐVARANDSTÆÐINGA VELJA NÝJAN VETTVANGSamtök herstöðvarandstæðinga hafa ákveðið að beina sjónum sínum framvegis að Hjálpræðishernum. Ástæðan ku tvíþætt. Annars vegar er líkamlegt ástand meðlima samtakanna orðið þannig að fæstir þola Keflavíkurgöngur og því ástæða til að stytta vegalengdina sem fara þarf í mótmælastöður. Hin ástæðan er sú að á Miðnesheiði er ósköp lítið eftir til að mótmæla. Eftir að Rockville lagðist í eyði er orðið ískyggilega fátt um manninn á svæðinu og því í raun til einskis að eyða kröftum í mótmæli þar.

Hinsvegar eru herstöðvarandstæðingar ýmist aldir upp í mótmælum eða hafa mótmælt áratugum saman svo þeir teysta sér ekki til að hætta að mótmæla. Þeir hafa því kosið verðugri andstæðing, eða Hjálpræðisherinn eins og fyrr segir. Segjast herstöðvarandstæðingar hafa ýmis horn í síðu hermannanna í miðbæ Reykjavíkur. Fyrir utan það að Ísland eigi að vera herlaust land þá hafi herkastalinn kastað skjólshúsi yfir þýska hermenn í seinna stríði og forsvarsmaður hersins staðið í slagsmálum við íslenska alþýðu um aldamótin 1900.

Mun mótmælunum haldið áfram þar til síðasti hermaðurinn yfirgefur Ísland.
- skráð af Penny kl. 00:16 :

sunnudagur, febrúar 22, 2004
 
TÓNLISTIN ER ÞAÐ HEILLIN!

Nú hefur verið sannað að foreldrar sem halda tónlistarnámi að börnum sínum eru með því að halda börnunum af glapstigu.

Auðvitað!


- skráð af Penny kl. 12:42 :

föstudagur, febrúar 20, 2004
 
ÞRÍR HANDTEKNIRÁ ég að trúa því að það sé ekki tilviljun að vopna- og vöðvagúru hafi fengið í heimsókn vin sinn og Litháa á sama tíma og lík af Litháa fannst í höfninni á Neskaupsstað?!

Furðulegt!
- skráð af Penny kl. 23:45 :

 
MEÐFERÐ Á NÁTTÚRUNNI

Á meðan Íslendingar hafa áhyggjur af því að það fari illa í Norðmenn að sjá myndir af Íslendingum stunda brottkast á náttúrunni...eru Norðmenn sjálfir að misþyrma dýrum í Kósóvo, að því er virðist sér til skemmtunar.


- skráð af Penny kl. 16:24 :

 
ALLT TIL SÖLU

Þann 4. ágúst árið 2000 var dómtekið mál í Ohio gegn Rick Remmy bílasala. Stefnandi var Karen Kershaw sem ári áður hafði keypt af Rikka eldgamlan pallbíl gegn neðangreindum skilmálum.Karen hafði svo staðið sig um stund með afborganir og fengið kvittun samviskusamlega:En eitthvað hafði henni mislíkað við skilmálana eftir því sem leið á og því fór hún í mál við Rikka og fyllyrti að Rikki bryti á henni með því að hvetja til vændis. Hún vill fá endurgreidda þá aura sem hún hefur þegar greitt og nokkrar milljónir í skaðabætur.

Allt er nú til!
- skráð af Penny kl. 15:17 :

 
ÖNNUR (SÖNN) SAGA ÚR DAGLEGA LÍFINU

Dag einn var ég á gangi á Lækjartorgi ásamt góðum vini mínum. Við vorum frekar soltnir og ákváðum að leggja leið okkar á Pizza 67 á Tryggvabraut. Í því að við þrengjum okkur á milli sjoppu og strætóstöðvar heyri ég rödd fyrir aftan okkur.

Ég lít við og horfi á ungan strák, á að giska 18 ára, sem talar hástöfum. Þar sem þetta er á tímum handfrjálss búnaðar er ég ekki sérlega uppveðraður (ég sá ekki almennilega í eyrað á honum) en þó þótti mér eitthvað ankannalegt við róminn í röddinni.

Við félagarnir tökum skarpa beygju inn á Pizza 67 og fáum okkur sæti upp við vegg. Við fáum matseðla og byrjum að blaða í þeim. Í því vindur strákurinn sem hafði gengið á eftir okkur sér inn á staðinn. Hann gengur í áttina að okkur (sem var um leið í áttina að afgreiðslubroðinu og klósettinu) og ég horfi á hann. Fyrirvaralaust vippar hann sér í sætið við hliðina á vini mínum, andspænis mér.

-Blessaður!

Hann horfir á mig eins og við eigum að þekkjast. Ég tek kveðju hans. Vinur minn (hvers nálægð við gaurinn var mun óþægilegri segir ekkert).

-Það er langt síðan ég hef séð þig.

Ég samþykkti það.

-Ekki bara síðan þarna um kvöldið.

Hmmm?!

-Ég sá bara þar sem þú hljópst niður Laugarveginn. Hvert fórstu, maður?

Ehm...

Stráksi snýr sér að vini mínum og hnippir í hann.

-Þetta var brjálað maður, löggan elti okkur og hann (bendir á mig) hljóp niður Laugarveginn eins hratt og hann komst. Á meðan náði löggan mér. Hvert fórstu?

Þessu síðasta fylgdi einlægt augnaráð til mín. Ég ætti kannski að taka það fram að ég hafði aldrei séð þennan strák fyrr og hef aldrei séð hann síðan. Þótt minni mitt sé ekki upp á marga fiska, þá er ég enn í dag nokkuð sannfærður um að ég hef aldrei stungið lögguna af á hlaupum niður Laugarveginn. Ég var þó orðinn nokkuð spenntur að vita hvaða glæp við félagarnir áttum að hafa verið að fremja.

Í huga mér sá ég okkur koma hlaupandi út úr bankanum við 77, ég með þýfið - hann með vopnið. Blá ljós blikka. Hróp og köll. Nú er það hver maður fyrir sig. Ég hleyp af stað og finn vindinn þjóta um hárið. Brátt missi ég sjónar á þjófsnaut mínum, sem líklega er þegar í klóm lögreglunnar.

Eitt augnablik dettur mér í hug að þetta sé gildra. Falin myndavél kannski. Eða, það sem verra væri - smáglæpamaður að hjálpa löggunni að góma glæpamógúlinn. Sé fyrir mér stráksa í höndum svartstakkanna. Þeir líma á hann hlerunarbúnað og segja að það sé eins gott að eitthvað komi út úr þessu. Hann fullyrðir að engin hætta sé á öðru, Kúbeinið sé alltaf í bænum á þessum tíma dags. Hann verði ekki lengi að klóra upp úr honum játningu.

-Djöfull hljópstu hratt maður, löggan náði mér strax.

Í þetta skipti voru viðbrögð mín varfærnari. Ég leit í kringum mig eftir grunsamlegum mönnum. Sá samt ekkert. Sá heldur engan handfrjálsan búnað á sessunaut vinar míns. Það styrkti kenninguna um hlerunarbúnaðinn. Hann gæti hafa verið að segja: -Þarna er hann! Ég elti hann!

En ég var svo sem ekki að hlusta, hann gat allt eins verið að segja: -Nei, ég vil ekki baða mig upp úr jarðaberjasultu og engiferi. Ekki aftur!

Svipur hans var fullkomnlega einlægur. Hann brást ekki á nokkurn hátt við öllum þeim duldu og óduldu skilaboðum sem við vinirnir sendum frá okkur um að þessar aðstæður væru dálítið á skjön við það venjulega og þægilega. Ég fór að gruna enn sterkar að hann væri sjálfur dálítið á skjön við það venjulega og þægilega. Í því gekk afgreiðslustelpan upp að borðinu.

-Eruð þið tilbúnir að panta?

Stelpan var jafn blind fyrir SOS augnaráðinu í augum okkar og löggur í amerískum spennumyndum.

-Emmm... sagði ég og leit á matseðilinn.

-Heyrðu við erum með svona miða.

Það var glæpafélagi minn sem beindi orðum til þjónustustúlkunnar.

-Svona miða sem við eigum að fá ókeypis hamborgara.

Þjónustustúlkan kom af fjöllum og horfði á okkur alla þrjá með nokkuð einkennilegu augnaráði. Hún hikaði augnablik og spurði svo:

-Hérna, hvernig miði er þetta?

Þessu svaraði glæpafélagi minn með því að halla sér fram á borðið, hnika hausnum grafalvarlegur í átt fgreiðslukonunar um leið og hann horfði þráðbeint framan í mig og sagði hátt og skýrt.

-Sýndu henni miðann!

- skráð af Penny kl. 13:46 :
Powered by Blogger

free hit counter